Uppréttur runni allt að 2,5 m á hæð, með allmarga uppétta stofna, greinar límkenndar, stöku sinnum dúnhærðar, þegar þær eru ungar, brum legglaus.
Lýsing
Lauf ögn fleyglaga, límkennd í fyrstu, jaðrar óreglulega sagtenntir, mattgræn ofan, gulleitari og meira glansandi á neðra borði hárlaus nema dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Æðastrengjapör 5-10 laufleggir styttri en 1 sm langir. Karlreklar 5-7 sm, uppréttir í fyrstu, seinna hangandi, koma um leið og laufin. Kvenreklar 0,7-1,5 sm, egglaga, í klösum, 7-15 saman, gulbrúnir, köngulhreistur mörg, mjög smá.
Uppruni
Evrópa (Fjöll)
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstæðir runnar, í skjólbelti, í þyrpingar, í uppgræðslu.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursettar í beð 2001, báðar þrífast vel. Grænelri er meðalharðgert - harðgert. Kelur töluvert, sérstaklega fyrstu árin í uppeldi.