Alnus rubra

Ættkvísl
Alnus
Nafn
rubra
Íslenskt nafn
Ryðölur
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae).
Samheiti
Alnus oregona Nutt.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kvenreklar rauðir.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
6-15 m
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum, sjaldan 40 m, krónan mjó-pýramídalaga. Greinar dálítið hangandi, sprotarnir kantaðir, hárlausir, límkenndir, dökkrauðir í fyrstu, brum ávöl-ydd, dökkrauð, 0,6-1 sm, stilkuð og límug, brumhlífar með límkennda kvoðu.
Lýsing
Lauffellandi tré, allt að 30 m hátt, sjaldan 40 m, krónan mjó pýramídalaga. Greinar dálítið hangandi, sprotarnir kantaðir, hárlausir, límkenndir, dökkrauðir í fyrstu, brum ávöl-ydd, dökkrauð, 0,6-1 sm, stilkuð og límug, brumhlífar með límkennda kvoðu. Lauf stakstæð, 8-17 × 5-11 sm, stöku sinnum allt að 20 sm, egglaga til oddbaugótt, ydd, grunnur breið-fleyglaga, jaðrar niðursveigðir, laufin grunnflipótt eða stórtennt, tennur óreglulega tvítenntar, dökkgræn ofan grá- eða blágræn neðan, með rauðbrúna dúnhæringu en aðeins á meðan þau eru ung, verður hárlaus nema á æðastrengjunum, blaðstilkur appelsínubrúnn. Æðastrengjapör 12-15, samsíða, rauð, laufleggur 1,5-2,5 sm. Blómin einkynja, karlreklar 15-30 sm, mjóir allt að 0,5 sm, 3-5 saman. Aldin (kvenreklar) allt að 3 sm, tunnulaga, 3-6 saman á appelsínurauðum leggjum á greinaendum.Kvenreklar eru rauðir í blómgun.
Uppruni
Kanada, Bandaríkin.
Harka
6
Heimildir
1, http://dendro.cnre.vt.edu
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar. ----- Þegar sáð er að vori ætti fræið að spíra vel, ef þau eru ekki þakin þar sem fræin þurfa sólarljósið til að spíra; spírar best í fullri sól. Sáið fræinu í ker eða bakka þar sem moldin er blönduð áburði sem leysist hægt upp. Þjappið moldina og sáið fræinu strjált og jafnt á yfirborð jarðvegsins. Þegar plönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þær gróðursettar hver í sinn pott. Ef þær vaxa nógu vel er hægt að gróðursetja þær á framtíðarstaðinn að samsumrinu, ef ekki er hægt að gróðursetja þær ári seinna.Fræið þarf ekki forkæla, en samt getur spírunin orðið betri eftir fræið er forkælt í 1-3 mánuði. Þegar það er gert er fræinu blandað saman við raka mosamold eða sand. Setjið blönduna í loftþétta krukku eða lokaðan plastpoka í kæliskápinn í 1-3 mánuði áður en sáð er. Meðferðin er ekki nauðsynleg ef fræinu er sáð að haustinu, hitastigið og rakinn að vetrinum gerir sama gagn.
Notkun/nytjar
Sem takstæð tré, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og er enn í reit 2011, lofar góðu.