Alnus incana

Ættkvísl
Alnus
Nafn
incana
Ssp./var
ssp. rugosa
Höfundur undirteg.
(Du Roi) R.T.Clausen
Íslenskt nafn
Gráölur (gráelri)
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Alnus rugosa (Du Roi) Spreng.
Lífsform
Lauffellandi tré eða runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Karlreklar grænir, kvenreklar rauðgrænir.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tré eða oftast brúskkenndur runni, allt að 6 m hár, greinar hárlausar eða með ryðlit dúnhár á víð og dreif, stundum límkennd. Greinar milli-grábrúnar til rauðbrúnar, floskenndar, með ljósari korkbletti, brum með legg.
Lýsing
Lauf stakstæð, 5-12 sm, egglaga eða oddbaugótt, bogadregin í oddinn eða ydd, grunnur bogadreginn eða blaðkan mjókkar smám saman niður, jaðrar grunnflipóttir og fín-tvísagtenntir, blaðkan hárlaus ofan, mattgræn, ljósari, dúnhærð eða hárlaus neðan, æðastrengir með brúna dúnhæringu. Blómin einkynja, fáein saman. Karlreklar allt að 10 sm langir, á hárlausum greinum, kvenreklar uppréttir, 1-1,5 sm, rauðgrænir, koma snemma vors, 4-10 saman, reklar efst á greinunum legglausir, neðstu reklar með leggi.
Uppruni
Kanada, NA Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
1, http://www.wildflower.org, http://dendro.cnre.vt.edu
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stök tré, í þyrpingar. Gráerli er með hnúða á rótunum sem vinna nítur úr andrúmsloftinu. -- Gróðursettar til skrauts meðfram vötnum og á vatnsbökkum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1987 og gróðursettar i beð 2000 og 2001, þrífast fremur illa og ein sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2004.