Verður meira en 12 m hátt tré og 4-8 m breitt. Er 20 50 ár að ná þessari stærð.
Vaxtarlag
Tré sem getur orðið allt að 20-25 m á hæð í heimkynnum sínum, oft margstofna. Töluvert lægra í ræktun hérlendis. Krónan breið-keilulaga til mjó-pýramídalaga, gisgreinótt. Börkur brúnsvartur, ungar greinar hárlausar, þaktar límkirtlum. Brumin grápurpura og ungir reklar áberandi að vetrinum.
Lýsing
Lauf skærgræn, 4-10 sm löng, eru á trénu langt fram á haust, haldast græn með ryðgula hæringu, á neðra borði, hárlaus í æðastrengjavikunum, breið-hálfegglaga til kringlótt, bogadregin í oddinn eða framjöðruð, grunnur odddreginn, jaðrar óreglulega bugðóttir, sjaldan tvítenntir, dökk glansandi græn ofan, ljósari neðan, hárlaus nema með ryðgula brúska í æðastrengjakrikunum, æðastrengjapör 5-6, sjaldan allt að 8, leggur 1-2,5 sm, ungir reklar áberandi að vetrinum, karlreklar 5-10 sm, 3-5 saman, kvenreklar 1-2 sm, egglaga, með langan legg, 3-8 saman. Aldin dökkbrún að haustinu. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni), vindfrævun. Aldin lítil vængjuð hnot. Helst grænt langt fram eftir hausti. Á rótum eru hnúðar með geislasvepp (Frankia) sem vinna köfnunarefni handa trénu - ekki ofgera með köfnunarefnisáburði það getur skaðað tréð.
Uppruni
Evrópa til Kákasus og Síberíu, N Afríka.
Harka
3
Heimildir
1, 7, http://apps.rhs.org.uk, http://www.pfaf.org, ÓN
Fjölgun
Sumargræðlingum (í júlí), sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í þyrpingar, í blönduð beð.Plantað þar sem lítið er haft fyrir ræktuninni svo sem í villiblómaengi, í mýragarða til skjóls við strendur eða limgerði til skjóls. Elrið nemur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Plantan getur vaxið nálægt sjó.Ættkvíslin (Alnus/elri) er þekkt fyrir að þrífast vel í mögrum, blautum jarðvegi og víða notuð við uppgræðslu.
Reynsla
Klónn í LA frá Finnlandi er afar harðgerður, vex vel og kelur ekkert (Spont.: Finnland, Kokkola, Norra Hamnskäret frá Oulu 1982). Rauðelrinafnið er dregið af rauðum kjarnaviði í miðju stofnsins.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja og forma er í ræktun erlendis, lítt eða ekki reynd hérlendis.