Adonis volgensis

Ættkvísl
Adonis
Nafn
volgensis
Íslenskt nafn
Úralgoði
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Líkist vorgoða (Adonis vernalis). Blómstilkar allt að 30 sm háir, greinóttir frá miðju með hreisturlauf neðst, þétt dúnhærð á unga aldri.
Lýsing
Flipar laufblaða breiðari en á vorgoða, blaðjaðrar tenntir. Blóm allt að 4,5 sm í þvermál. Bikarblöð 1/3 af lengd krónublaða, ögn dúnhærð, bleikleit. Krónublöð mjó-lensulaga allt að 22 x 7 mm, miklu fleiri en hjá A. vernalis, fölgul. Hnetan 4 mm, næstum hárlaus, dúnhærð aðeins við grunninn, trjóna aftursveigð þétt upp að hnetunni.
Uppruni
Evrópski hluti USSR, Armenía, V Ungverjaland
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Er í uppeldi.