Adonis vernalis

Ættkvísl
Adonis
Nafn
vernalis
Íslenskt nafn
Vorgoði
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
sítrónugulur
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin jurt með mikið skipt laufblöð. Jarðstönglar stuttir og sverir. Blómstönglar um 20 sm á hæð við blómgun, halda áfram að vaxa og verða allt að 40 sm háir með hreisturkennd lauf neðst.
Lýsing
Stöngullauf legglaus, sporbaugótt, handskipt, sepótt. Separ 2 x 0,1 sm, bandlaga, heilrend. Blóm endastæð, allt að 8 sm í þvermál. Bikarblöð egglaga, snubbótt, dúnhærð, fölgræn. Krónublöð 12-20, aflöng-sporbaugótt, allt að 34 x 12 mm, tvöfalt lengri en bikarblöðin, gul. Hnetur um 5,5 mm, hálfhnöttóttar, hrufóttar, þétt dúnhærðar, trjóna stutt, bognar þétt upp að hnetunni.
Uppruni
S, M & A Evrópa.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Haustsáning, skipting eftir blómgun.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Harðgerð tegund, sjaldgæf hérlendis, þrífst vel.