Lágvaxin jurt með mikið skipt laufblöð. Jarðstönglar stuttir og sverir. Blómstönglar um 20 sm á hæð við blómgun, halda áfram að vaxa og verða allt að 40 sm háir með hreisturkennd lauf neðst.
Lýsing
Stöngullauf legglaus, sporbaugótt, handskipt, sepótt. Separ 2 x 0,1 sm, bandlaga, heilrend. Blóm endastæð, allt að 8 sm í þvermál. Bikarblöð egglaga, snubbótt, dúnhærð, fölgræn. Krónublöð 12-20, aflöng-sporbaugótt, allt að 34 x 12 mm, tvöfalt lengri en bikarblöðin, gul. Hnetur um 5,5 mm, hálfhnöttóttar, hrufóttar, þétt dúnhærðar, trjóna stutt, bognar þétt upp að hnetunni.