Adenophora triphylla

Ættkvísl
Adenophora
Nafn
triphylla
Íslenskt nafn
Lúðurbura
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól, hálfskuggi
Blómalitur
fölfjólublár
Blómgunartími
síðsumars-haust
Hæð
0.0-0.9m
Vaxtarlag
Fjölæringur, hárlaus eða með löng, hvít hár. Blómstönglar allt að 90, uppréttir. Þarf stuðning þegar líður á sumarið.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, oft 4 í kransi, aflöng til egglaga-oddbaugótt til breiðbandlaga, tennt. Blóm mörg í stökum, uppréttum skúf. Bikarflipar band- til þráðlaga. Króna egglaga-bjöllulaga, fölblá til fjólublá. Stíll nær langt fram úr blóminu.Blómgast í ágúst-september
Uppruni
Japan, Taívan, Kína
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Lítt reynd, í uppeldi á reitasvæði 2005.
Yrki og undirteg.
Adenophora triphylla v. hakusanensis (Nak.) Kitam. Afbrigðið er líkt aðaltegundinni en aðeins 50 sm. Skúfgreinar eru mjög stuttar, blóm þétt saman. Adenophora triphylla v. japonica (Reg.) Hara. (A. thunbergiana Kudo) Krónan bjöllulaga en opnari en á aðaltegundinni.Síðarnefnda afbrigði í N7 frá 2005.