Stönglar uppréttir, dálítið bugðóttir ofantil, stutt baksveigður-dúnhærður. Stönglar 100-200 sm háir. Laufin 5-28 sm breið, 3-skipt, miðfliparir eru með legg, 7-10 sm langan, hliðarfliparnir 2-skiptir, báðir fliparnir skiptast í mjóa flipa.
Lýsing
Blómskipunin endastæð og axlastæð, fremur þéttblóma, axlagreinarnar eru á löngum legg. Blómin eru blá-purpura, um 3 sm löng. Frævur oftast 3, 2,5-4 sm langar.
Uppruni
Japan (Hokkaido).
Heimildir
= OHWI 1984: Flora of Japan. - flowers.la.coocan.jp/Ranunculuaceae/Aconitum%20sachalinense%20yesoense.htm,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2008, þrífst vel.