Rætur með hnýðum. Stönglar uppréttir, mjög laufóttir. Lauf meira eða minna kringlótt, handflipótt eða skipt í 5-7 flipa, hárlaus eða öng hærð, smálauf flipótt eða tennt.
Lýsing
Blómskipunin í klösum, oftast þéttblóma, stöku sinnum stuttgreind frá grunni, blómleggir hárlausir eða meira eða minna þétt hrokkinhærðir. Blómin blá eða purpuramenguð. Hjálmur hvolflaga, yfirleitt breiðari en hár. Sporar beinir. Frjóþræðir stundum hærðir. Fræhýði oftast 3, fræ þríhyrnd og með mjóa vængi á hornunum.
Í skrautblómabeð, í raðir, í blómaengi. Þarf ekki uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð planta, góð til afskurðar. Öll plantan eitruð, einkum rætur. Venusvagninn er meðal elstu, þekktustu og harðgerðustu garðplantna hérlendis.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem 'Album' ('Albidum´) blómin hvít, 'Newry Blue' er mjög gott og gamalt írskt yrkimeð fallegt, upprétt ax og blómin eru með dýpsta fagurblá litinn, verður um 120 sm hátt. Blóm í júlí.'Blue Sceptre' 65-75 sm, blómin stór, tvílit, fjólublá og hvít.