Stönglar 90-180 sm háir, uppréttir, ógreindir neðantil, laufóttir, smá-dúnhærðir. Lauf 7-15 sm, egglaga eða hálfkringlótt, handskipt, 5-flipótt, flipar fleyglaga-egglaga, skert.
Lýsing
Blómskipunin 15-30 sm, klasi, endastæður, þéttur, ógreind eða lítið grein neðantil, lóhærð, blómleggur verður sverari efst, 2,5-5 sm. Blómin stór, föl grámuskulega blá, hjálmur bogadreginn, 2 x lengri en hár, með stutta hvassa trjónu, sporinn beinn. Fræhýði upprétt, 5, oftast þétt hrokkinhærð. Fræ í fellingum.
Uppruni
Himalaja.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Er ekki í Lystigarðinum 2015.