Aciphylla scott-thomasonii

Ættkvísl
Aciphylla
Nafn
scott-thomasonii
Íslenskt nafn
Gráhyrna*
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómalitur
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 300-400) sm
Vaxtarlag
Plantan er með allt að 3 m háa blómstöngla og myndar stórar blaðhvirfingabrúska (lík rákahyrnu (A. colensoi)).
Lýsing
Lauf allt að 150 sm, ein- eða tvífjaðurskipt, ljósari en hjá rákahyrnu (A.colensoi), bronslit á eðan þau eru ung, verða bláleit með aldrinum, miðstrengur dauf rauðleitur, slíður allt að 5 sm breið. Smálauf í 4 eða fleiri pörum, 35-45 x 1,5-2 sm. Jaðrar ögn tenntir, gulir. Axlablöð um 6 sm x 3 mm. Blómöx allt að 4,5 m. Blóm rjómalit.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta trjá- og runnabeða.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þassu nafni (2015), báðum var sáð 1999 og þær voru gróðursettar í beð 2005 og 2006. Plönturnar deyja að blómgun lokinni (monocarpic).