Plantan myndar þétta hnausa, allt að 150 sm í þvermál. Gulblóma stönglar verða allt að 150 sm háir.
Lýsing
Lauf allt að 80 sm, fjaðurskipt. Slíður um 5 sm breið, stinn-leðurkennd. Smálauf allt að 40 sm, 5-7, bogin, leðurkennd, gárótt, hvassydd, jaðrar smásagtenntir. Laufleggur sver. Sveipir í þéttum klasa, slíður neðstu stoðblaðanna allt að 55 x 35 mm, með breið axlablöð.