Aciphylla horrida

Ættkvísl
Aciphylla
Nafn
horrida
Íslenskt nafn
Burstahyrna*
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 80-150 sm
Vaxtarlag
Plantan myndar þétta hnausa, allt að 150 sm í þvermál. Gulblóma stönglar verða allt að 150 sm háir.
Lýsing
Lauf allt að 80 sm, fjaðurskipt. Slíður um 5 sm breið, stinn-leðurkennd. Smálauf allt að 40 sm, 5-7, bogin, leðurkennd, gárótt, hvassydd, jaðrar smásagtenntir. Laufleggur sver. Sveipir í þéttum klasa, slíður neðstu stoðblaðanna allt að 55 x 35 mm, með breið axlablöð.
Uppruni
S Nýja Sjáland.
Heimildir
= 1, www.terrain.net.nz/friends-of-t-henui-group/new-plant-page/horrid-spaniard-drekophyllum-uniflorum-south-island.html, davesgarden.com/guides/pf/go/193751/#b
Fjölgun
Sáning. Kímplönturnar minna á gulrætur.
Notkun/nytjar
Í jaðra trjá- og runnabeða, sem stakstæð planta. Setjið möl eða smásteina kringum rótarhálsinn svo að hann rotni ekki.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1999 og hún gróðursett í beð 2004. Plantan deyr að blómgun lokinni (monocarpic).