Blómstöngull allt að 100 sm hár. Blaðhvirfing allt að 100 sm í þvermál. Plönturnar ery ýmist, karlkyns eða kvenkyns.
Lýsing
Lauf stíf-sverðlaga eða fjaðurskipt, bláleit, slíður 6 x 3 sm. Smálauf í 4 eða fleiri pörum, allt að 20 x 1,2 sm, minna á sverð, græn með appelsínurauðum miðstrengjum, jaðar með tennur sem vita fram á við, laufleggur með vængi, allt að 10 sm langur. Axlablöð allt að 7 sm x 4 mm, mjókka fram á við og minna á rýting. Blóm gulgræn í mjóum, sívölum öxum allt að 250 sm í blóma. Karlblómin meira gisblóma en kvenöxin, stoðblöð við neðri blómleggi rákótt, stingandi.
Í Lystigarðinum er til (2015) ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2005. Plantan deyr að blómgun lokinni (monocarpic).