Achillea tomentosa

Ættkvísl
Achillea
Nafn
tomentosa
Íslenskt nafn
Gullhumall
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, lóhærð til silkihærð. Stönglar allt að 40 sm háir, ógreindir, uppréttir. Lauf næstum sívöl, , grunnlauf allt að 8 sm, með legg, tví-fjaðurskipt, flipar bandlaga, stöngullauf legglaus, ytirleitt fjöðruð.
Lýsing
Körfur 15 eða fleiri í hálfsveip, blómskipunarleggur 2-5 mm, reifar 3 mm í þvermál, nærreifar 2,5-3 mm, jaðar fölbrúnn, geislablóm allt að 2 mm, skærgul.
Uppruni
SV Evrópa til M Ítalíu.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í breiður, í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Harðgerð og þrífst mjög vel norðanlands en miður fyrir sunnan heiðar og vill deyja þar út eftir nokkur ár. Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
A. tomentosa 'Maynard's Gold' með skærgulum blómum, A. tomentosa 'Aurea' dvergvaxið yrki, allt að 15 sm, þétt, myndar breiður með mjög ullhærð lauf og djúpgul blóm. --- Yrkin eru fremur viðkvæm og oft skammlíf í ræktun bæði norðanlands og sunnan.