Achillea ptarmica

Ættkvísl
Achillea
Nafn
ptarmica
Íslenskt nafn
Silfurhnappur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 150 sm háir, greinóttir, dálítið dúnhærðir ofantil. Lauf allt að 9 x 0,8 sm, lensulaga, óskipt, meira eða minna sagtennt, legglaus, hárlaus, engin grunnlauf.
Lýsing
Körfur í hálfsveip, 1-15 saman, blómskipunarleggur 10-80 mm, reifar allt að 12 mm í þvermál, nærreifar 3 mm, egglaga, dálítið dúnhærðar, jaðrar brúnir, geislablóm, um 5 mm, kringlótt, hvít.
Uppruni
Evrópa, norðan Miðjarðarhafssvæðisins.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, góð til afskurðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur frá 2005 sem þrífast vel.
Yrki og undirteg.
'Angel's Breath' er með hvít, fyllt blóm, 'Ballerin´' smávaxin jurt, allt að 40 sm há, blómin hvít, fyllt, 'Boule de Neige' ('The Pearl', 'Snowball'), stöngullnin kröftugur, blómin fyllt, í greinóttum kollum, snjóhvít eru dæmi um þekktar sortir erlendis. ------------Einnig er til A. ptarmica f. flore plena í Lystigarðinum, kom sem planta 1995, þrífst vel.