Fjölær jurt, silki-lóhærð. Stönglar allt að 40 sm háir, ógreindir, uppréttir eða uppsveigðir. Laufin fjaðurskipt, flest heilrend, með fáa flipa, grunnlauf allt að 8 sm, með legg, stöngullauf 2 x 1 sm, legglaus.
Lýsing
Körfur 10-18 mm í þvermál, 6-25 í hálfsveip, blómskipunarleggur 5-20 mm, reifar 4-8 mm breiðar, nærreifar 3-5 mm, egglaga, með breiða, brúna jaðra, geislablóm 4-6 mm, egglaga, hvít.
Uppruni
A Alpafjöll, V Balkanskagi.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning (plöntur upp af fræi eru breytilegar).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, lítt reynd hérlendis enn sem komið er. Ekki í Lystigarðinum 2015.