Achillea atrata

Ættkvísl
Achillea
Nafn
atrata
Íslenskt nafn
Sóthumall
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 30 sm, ógreindir, uppréttir, þétt brún-dúnhærðir, að minnst kosti ofantil. Lauf 1-4 sm, oftast tví-fjaðurskipt, dálítið hærð, fyrstu flipar með allt að 3 greinilegir, hvassyddir, lensulaga flipar.
Lýsing
Körfur 2-10 í hálfsveip, blómskipunarleggur 3-15 mm, reifar 8-12 mm í þvermál, nærreifar um 5 mm, lensulaga, með breiða, dökkbrúna jaðra, geislablóm um 6 mm, öfugegglaga, hvít.
Uppruni
Alpar.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.