Stór runni allt að 6 m á hæð. Oft jafn hár og breiður. Greinarnar eru fremur grannar og útstæðar.
Lýsing
Laufin eru oftast 3-flipótt, miðflipinn greinilega lengri en hinir og oft líka 3-flipóttur. Þessi undirtegund er oft með útstæðari greinar og með skærappelsínugula og rauða haustliti (sjá einnig lýsingu á Acer ginnala).
Uppruni
NA Asía.
Harka
4
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem gróðursett var í beð 2004 og þrífst vel. Algengasta undirtegundin í ræktun.