Runni eða lítið tré, allt að 10 m hátt. Börkur rauðbrúnn til grábrúnn, sléttur. Greinar hárlausar, fölgrænar í fyrstu síðar með kalkhvítum rákum.
Lýsing
Brum fremur lítil. Grunnur bogadreginn eða næstum hjartalaga, jaðrar með óreglulegar, tvöfaldar tennur sem vita fram á við. Skærgræn, æðastrengir á neðra borði hærðir. Aldin með rauð og næstum alveg samsíða vængi. Hnotin sporvala og mjög æðótt.
Uppruni
SA Evrópa til Íraks.
Harka
4
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ í tvívængjuðum, hárlausum hnotum.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Þrífst þokkalega í Lystigarðinum, en kelur mismikið milli ára.
Yrki og undirteg.
A. tataricum var. torminaloides Pax. með þrísepótt blöð.