Tré sem getur orðið allt að 10 m hátt og álíka breitt. Sennilega lægra hérlendis. Greinar og brum döggvuð í fyrstu, hárlaus eða með hvítt hár að vetrinum, hvítrákótt. Nær fullum þroska á 30-40 árum.
Lýsing
Lauf 3-flipótt, 6-12 sm löng, hliðarflipar vita dálítið uppávið, fremur hvasstenntir, laufin dökkgræn ofan, æðastrengir á neðra borði hærðir í fyrstu en verða fljótt hárlausir. Haustlitir fagurrauðir eða skærgulir. Blóm grænleit, í uppréttum rústrauðuhærðum klösum, koma skömmu síðar en blómin. Vængir mætast í gleiðu horni eða eru þvert útstæðir, 2 sm langir.
Uppruni
Japan.
Harka
6
Heimildir
1, 7, http://www.plantdatabase.co.uk
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í garðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og lofar góðu.