Acer rubrum

Ættkvísl
Acer
Nafn
rubrum
Íslenskt nafn
Reyðarhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkrauður- appelsínugulur.
Blómgunartími
Vor.
Vaxtarlag
Tré sem verður allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan gisin, greinar hárlausar og skærrauðar á fyrsta ári, með margar litla korkbletti.
Lýsing
Lauf 3-5 flipótt, 6-10 sm löng, mis skörðótt, sagtennt, ydd, dökkgræn ofan, bláleit neðan. Haustlitir fagurrauðir og appelsínugulir. Blómin falleg, dökkrauð með krónublöð sem koma á undan laufinu. Fræflar ná langt út úr blóminu. Vængir mætast í hvössu horni.
Uppruni
A N-Ameríka.
Harka
3
Heimildir
1,7, http://hort.uconn.edu.
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001, er í sólreit 2012, lofar góðu.