Acer pseudoplatanus

Ættkvísl
Acer
Nafn
pseudoplatanus
Íslenskt nafn
Garðahlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur-gulgrænn.
Blómgunartími
Júní (eftir laufgun).
Hæð
8-10 m
Vaxtarlag
Tré með breiða hvelfda krónu, sem nær allt að 40 m hæð í heimkynnum sínum. Börkurinn flagnar af í smáum hreisturflögum.
Lýsing
Laufin kringluleit með 5 flipa, 8-16 sm breið, grófgerð, gistennt, dökkgræn, gljáandi og hárlaus ofan, grágræn neðan, brún hár eru á blaðtaugum. Lauf oft dálítið rauðleit, 8-14 sm á breidd, með hjartalaga grunn. Haustlitir fallega gullgulir þegar haustið er gott. Blómin gulgræn í 8-12 sm löngum, margblóma, hangandi klösum, koma á eftir laufunum. Fræflar eru 2 × lengri en krónan og egglegið er hært. Brum ólívugræn, skástæð, oft er áberandi rauður litur á brumhlífarblöðum. Aldinið er hnot með 2 vængi. Vængir mætast yfirleitt í gleiðu horni eða eru þvert útstæðir.
Uppruni
M Evrópa, SV Asía.
Harka
3
Heimildir
1, 7, http://en.wikipedia.org
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld. Fræ í tvívængjuðum, hárlausum hnotum.
Notkun/nytjar
Stakstæð eða í horn á blönduðu beði (þarf mikið rými).
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur þar sem lítið er vitað um upprunann og þær hafa verið gróðursettar á ýmsum tímum frá ca 1956 til 2011. Þær hafa kalið mismikið/mislítið gegnum árim.Meðalharðgert tré sem á erfitt uppdráttar fyrstu 10 árin. Garðahlynur verður gamall. Þarf langt og milt haust. Blæðir mikið eftir klippingu og því er best að klippa og snyrta krónu að sumri eða hausti.
Yrki og undirteg.
Mörg yrki eru til t. d. 'Atropurpureum' með purpuralit blöð á neðra borði Krüssm. um 57 stk. (nb.! þá yfirleitt fjölgað með ágræðslu).