Bogadregin, þétt króna. 20 m hátt og 10-15 m breitt tré.
Lýsing
Börkur dökkgrár, með fíngerðar sprungur, flagnar ekki, greinar hárlausar. Lauf með 5 flipa, 10-18 sm breið, fliparnir yddir og með strjálar tennur, skærgræn ofan, glansandi á neðra borði, í hornum æðastrengja eru hár. Haustlitir gulir. Blómin gulgræn í blómmörgum hálfsveipum, koma á undan laufunum. Blómin á rauðblaða formum oft rauðgul. Aldin hangandi, vængir næstum láréttir, 3-5 sm langir. Hnotin flöt.
Uppruni
Kvæmi
Harka
3
Heimildir
1, http://www.seim.no
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Planta sem er mjög dugleg að vaxa, nægjusöm. Ef klippt er þarf að gera það af mikilli varúð. Stórir garðar, meðfram götum, skakstætt tré, verður 150 ára.