Acer platanoides

Ættkvísl
Acer
Nafn
platanoides
Yrki form
'Sauherad'
Íslenskt nafn
Broddhlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
- 20 m erlendis.
Vaxtarlag
Bogadregin, þétt króna. 20 m hátt og 10-15 m breitt tré.
Lýsing
Börkur dökkgrár, með fíngerðar sprungur, flagnar ekki, greinar hárlausar. Lauf með 5 flipa, 10-18 sm breið, fliparnir yddir og með strjálar tennur, skærgræn ofan, glansandi á neðra borði, í hornum æðastrengja eru hár. Haustlitir gulir. Blómin gulgræn í blómmörgum hálfsveipum, koma á undan laufunum. Blómin á rauðblaða formum oft rauðgul. Aldin hangandi, vængir næstum láréttir, 3-5 sm langir. Hnotin flöt.
Uppruni
Kvæmi
Harka
3
Heimildir
1, http://www.seim.no
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Planta sem er mjög dugleg að vaxa, nægjusöm. Ef klippt er þarf að gera það af mikilli varúð. Stórir garðar, meðfram götum, skakstætt tré, verður 150 ára.
Reynsla
Kvæmi frá Sauherad á Telemark í Noregi.