Acer palmatum

Ættkvísl
Acer
Nafn
palmatum
Ssp./var
v. palmatum
Íslenskt nafn
Japanshlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Lífsform
Runni - tré
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Purpuralitur
Blómgunartími
Vor
Hæð
8 - 12 m
Vaxtarlag
Tré eða runni sem getur þó orðið allt að 25 m í heimkynnum sínum, en allt að 12 m í ræktun hérlendis a.ö.l.
Lýsing
Börkur grár eða grá-ljósbrúnn, sléttur. Sprotar fremur grannir, hárlausir, grænir eða rauðleitir. Laufin með 5-7 flipa, allt að 5 × 4,5 sm, flipar lensulaga, odddregnir, græn á efra borði, ljósari neðan, hárlaus, jaðrar með tvöfaldar tennur, sem vita fram. Blómskipunin upprétt, með 10-20 purpuralit blóm. Aldin allt að 3 sm, hnotir með þunnan aldinvegg, vængir mætast í gleiðu horni.
Uppruni
Japan, Taivan.
Harka
5
Heimildir
1, 2, http://apps.rhs.org
Fjölgun
Ágræðsla, græðlingar. Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í raðir. Ræktaður í rökum en vel framræstum jarðvegi. Vökvið að sumrinu ef þurfa þykir. Litur laufanna er fallegastur í dálitlum skugga, en getur verið ágætur í fullri sól. Lauf geta orðið fyrir skaða vegna þurrks eða ef þau eru of mikið áveðurs.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.