Acer palmatum

Ættkvísl
Acer
Nafn
palmatum
Ssp./var
ssp. amoenum
Höfundur undirteg.
(Carrière) H. Hara
Íslenskt nafn
Japanshlynur
Ætt
Hlynsætt (Aceraceae)
Samheiti
A. palmatum Thunb. v. heptalobum Rehder
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Purpuralitur
Blómgunartími
Vor
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Tré sem verður allt að 15 m í heimkynnum sínum, en um 6 m í ræktun. Börkurinn grár til grá-ljósbrúnn, sléttur. Sprotar grænir, hárlausir.
Lýsing
Laufin með 5-9 flipa, oftast með 7 flipa, allt að 8 × 7 sm, flipar egglaga, odddregnir, jaðrar með reglulegar tennur sem vita fram á við, stundum tvítennt. Blómskipunin með 15-30 hangandi blóm. Aldin allt að 4 sm, hnotirnar með trékenndan, æðóttan aldinvegg. Vængir mætast í gleiðu eða réttu horni.
Uppruni
Japan, Kórea.
Harka
5
Heimildir
1,2, http://apps.rhs.org
Fjölgun
Ágræðsla, græðlingar. Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tre, í þyrpingar, í beð. Ræktaður í rökum en vel framræstum jarðvegi. Vökvið að sumrinu ef þurfa þykir. Litur laufanna er fallegastur í dálitlum skugga, en getur verið ágætur í fullri sól. Lauf geta orðið fyrir skaða vegna þurrks eða ef þau eru of mikið áveðurs.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2007.