Tré sem verður allt að 15 m í heimkynnum sínum, en um 6 m í ræktun. Börkurinn grár til grá-ljósbrúnn, sléttur. Sprotar grænir, hárlausir.
Lýsing
Laufin með 5-9 flipa, oftast með 7 flipa, allt að 8 × 7 sm, flipar egglaga, odddregnir, jaðrar með reglulegar tennur sem vita fram á við, stundum tvítennt. Blómskipunin með 15-30 hangandi blóm. Aldin allt að 4 sm, hnotirnar með trékenndan, æðóttan aldinvegg. Vængir mætast í gleiðu eða réttu horni.
Uppruni
Japan, Kórea.
Harka
5
Heimildir
1,2, http://apps.rhs.org
Fjölgun
Ágræðsla, græðlingar. Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tre, í þyrpingar, í beð. Ræktaður í rökum en vel framræstum jarðvegi. Vökvið að sumrinu ef þurfa þykir. Litur laufanna er fallegastur í dálitlum skugga, en getur verið ágætur í fullri sól. Lauf geta orðið fyrir skaða vegna þurrks eða ef þau eru of mikið áveðurs.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2007.