Tré allt að 25 m hátt í heimkynnum sínum, oft með fleiri en einn stofn, krónan breið, útstæðar greinar og hárlausar.
Lýsing
Börkur grár, sléttur. Greinar hárlausar, grænar eða gráar, stundum bláleitar. Sprotar og efra borð laufa dúnhærð, neðra borð með þétt flókahár. Lauf oftast með 3 smálauf, heilrend. Sérbýli.
Uppruni
Kalifornía.
Harka
2
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðfengin planta sem gróðursett í beð 2011.