Lítið tré eða bara runni, verður 5-7 m hár í heimkynnum sínum, sjaldan hærri. Greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf bogadregin, samt með 7-11 lang-egglaga, oddhvassa flipa, 8-14 sm löng og breið, fliparnir tvísagtenntir, skærgræn, aðeins með silkimjúk hár þegar þau eru ung, en fagurauð að haustinu. Blómin stór, purpuralit í legglöngum skúfum, sem koma á undan laufunum. Aldin hærð í fyrstu, vængir mætast í réttu horni eða eru láréttir, uppréttir, allt að 2,5 sm langir, leggur hærður.
Uppruni
N Japan, fjallaskógar.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning strax eftir að fræin hafa þroskast eða eftir forkælingu.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og lofar góðu.