Lítið tré eða runni allt að 15 m hár í heimkynnum sínum, en allt að 6 m í ræktun erlendis. Ungar greinar appelsínugular-gráar til rauðar, dúnhærðar, seinna grágular.
Lýsing
Lauf djúp 5-flipótt stundum 7-flipóttur, fliparnir mjókka smám saman fram í oddinn, egglaga eða þríhyrnd.
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð. Lauf geta orðið föl eða gul vegna járnskorts í basískum jarðvegi. Hlynir eru ekki vandlátir á sýrustig jarðvegs. Þolir frost, allt að -23°C
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2005, er í sólreit 2012, lofar góðu.