Lítið tré eða runni allt að 10 m hár í heimkynnum sínum, en allt að 5 m í ræktun erlendis. Börkur ljósgrár, dettur af í þunnum flögum. Greinar rauðar eða rauðbrúnar, dúnhærðar meðan þær eru ungar. Brum dúnhærð, hreistur 2, stundum 3 í pörum.
Lýsing
Lauf 5-flipótt, fremur kringluleit, flipar þríhyrndir-egglaga, odddregnir, jaðrar gróf-tvísagtenntir, tennur vita fram á við, með gulbrúna dúnhæringu á neðra borði. Leggir rauðir. Blómskipunin stór, endastæð eða axlastæð, í uppréttum skúfum. Blómin grænhvít, krónublöð löng og mjó. Aldin allt að 3 sm, hnotir flatar og með æðar, vængir mætast í hvössu horni.
Uppruni
A Himalaja.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa hlotið kuldameðferð.