Acaena poeppigiana

Ættkvísl
Acaena
Nafn
poeppigiana
Íslenskt nafn
Dvergþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Acaena pseudopoeppigiana Kalela, A. skottsbergii Bitter
Lífsform
Fjölær jurt eða hálfrunni.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 5 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt eða hálfrunni, allt að 5 sm hár. Laufin hárlaus, 3-4 sm löng, bandlaga að utanmáli. Smálauf í 11-19 pörum, sem eru þétt saman og djúpflipótt. Smálaufin tígullaga-öfugegglaga, blómin í kollum, hnetur litlar, hárlausar og með þyrna.
Lýsing
Öx með aldinum falleg, oftast slitrótt. Aldin hörð, þakin þyrnum með breiðan grunn og með brodda.
Uppruni
S & SV Argentína, M & S Chile.
Harka
6
Heimildir
= flora.kadel.cz/e/kvCatd.asp-Id=6307.htm, www.verso.atus.pl/sklep00/?en-acaena,34,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2008, þrífst vel.