Fjölær jurt, stönglar allt að 15 sm, skriðul eða hálfupprétt. Lauf allt að 8 x 2 sm með 9-27 smálauf. Axlablöð samvaxin leggnum. Smálauf aflöng til sporbaugótt-oddbaugótt eða egglaga, allt að 10 x 9 mm, sljóydd til snubbótt, 3-13 fjaðurskipt, leggurinn allt að 5 sm, hárlaus ofan, dúnhærður neðan.
Lýsing
Blómskipunin endastæð, sívalt eða sívalt-hnöttótt ax, allt að 15 sm, blómskipunarleggur allt að 30 sm, uppréttur, dúnhærður. Bikarblöð 4-6, allt að 2,5 mm, fræflar 2-5, frjóhnappar purpura til purpurasvartir, fræni óreglulega flipótt, purpura. Aldin sporvala til öfugegglaga, 10 x 4 mm, með 3-5 hryggi eða vængi, dúnhærð, þyrnar misstórir, með breiðan grunn.
Uppruni
Argentían, Chile.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, sem þekjujurt.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1997 og gróðursett i beð 2006, þrífst vel. B6-M04 970003