Skríðandi, runnkenndur fjölæringur, allt að 15 sm eða lengri ef plantan er klifrandi. Greinarnar tiltölulega sverar, skýtur oft rótum á stöngulliðum og myndar nýjar plöntur, oft að hluta þaktar jarðvegi, vöxturinn virðist þéttur, myndar hvirfingu. Lauf allt að 11 sm með 9-15 smálauf. Axlablöð heilrend til 5-skipt. Smálauf aflöng, allt að 17 x 10 mm, skærgræn og smádúnhærð ofan, aðalleggur laufsins oft með rauða slikju, æðastrengir og jaðrar verða hárlausir á neðra borði og dúnhærðir, með 8-15 tennur, tennur með baksveigða jaðra, líta út fyrir að vera bogtennt.
Lýsing
Blómin græn-hvít, í 80-120 blóma hnöttóttum kolli, allt að 3,5 sm í þvermál. Bikarblöð 4, fræflar 2, sjaldan 3, frjóhnappar hvítir, stíll 1, hvítur. Aldin öfugkeilulaga, 4 x 2 mm, dúnhærð, þyrnar 4, með brodda, allt að 12 mm, rauðir, stundum með kræklótta hliðarþyrna á hlið aldinsins.