Acaena microphylla

Ættkvísl
Acaena
Nafn
microphylla
Íslenskt nafn
Hnetuþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, stuundum sígræn.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænleitur, rauðleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Fjölær jurt með jarðstöngla, allt að 4 sm. Lauf allt að 3 sm, með 9-15 smálauf. Axlablöð heilrend. Smálauf kringluleit, allt að 4 x 4 mm, græn eða koparlit og glansandi á efra borði, með 5-7 tennur, tennur snubbóttar, æðastrengir og tennur dökkar, verða bláleitar og lítið eitt dúnhærðar.
Lýsing
Blóm í allt að 20 blóma, hnöttóttum kolli, allt að 3 sm í þvermál. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar hvítir, stílar 2, hvítir. Aldin öfugkeilulaga hnetur, 2 x 2 mm, hárlausar, með 4 þyrna, allt að 1,5 sm, bleikir eða hárauðir, sléttir.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.perennials.com/plants/acaena-microphylla.html
Fjölgun
Skipting, sánging, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir. Hægt að klippa niður að vorinu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2015. Mest ræktuð erlendis af tegundundum ættkvíslarinnar vegna blaðfegurðarinnar.