Fjölær jurt með skriðula jarðstöngla. Laufin allt að 9 sm, 11-17 smálaufa, axlablöð heilrend. Smálauf breið öfugegglaga, allt að 10 x 8 mm, blýgrá eða föl mjólkurgræn, æðar og jaðrar silkidúnhærð neðan, 7-14 tennt, tennur snubbóttar.
Lýsing
Blómin í 10 blóma í legglausum kolli allt að 3 sm í þvermál þegar fræin eru þroskuð. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar hvítir, stílar 2, hvítir. Aldinið tvær öfugkeilulaga hnetur, 3 x 3 mm, dúnhærðar. Þyrnar 4, allt að 1,5 sm, gulir eða rauðir, dúnhærðir neðan, með brodda í formi brúsks af baksveigðum hárum.
Uppruni
Nýja Sjáland, (suðureyjan).
Harka
6
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/59665/#b,
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Undir runna og tré, sem þekjugróður, í steinhæðir. Þolir þurrk.