Acaena anserinifolia

Ættkvísl
Acaena
Nafn
anserinifolia
Íslenskt nafn
Ígulþyrnilauf
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Hálfrunni, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rósrauður eða hvítur.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Skriðul fjölær jurt, allt að 15 sm eða lengri ef hún er klifrandi. Laufin allt að 7,5 sm, 9-13 smálaufa. Axlablöð 3-8 klofin, smálauf aflöng, allt að 10 x 6 mm, mattgræn og dúnhærð ofan, ljósari, og verða bláleit og silki-dúnhærð neðan, 7-15-tennt að grunni, tennur eins og pensill í laginu, grunnlauf oftast eð brúna slikju.
Lýsing
Blómin í 50-60 blóma kollum allt að 12-16 mm í þvermál þegar fræin eru þroskuð. Bikarblöð 4, fræflar 2, frjóhnappar bleikir eða hvítir, stíll 1, hvítur. Aldin ein öfugkeilulaga hneta, 3 x 1 mm, dúnhærð, þyrnar 4, með gadda allt að 9 mm, rauðir eða fölbrúnir.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í þekju, í steinhæðir, þrífst ágætlega í fremur ófrjóum jarðvegi eins og aðrar tegundir ættkvíslarinnar.
Reynsla
Lítt reynd, er ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
'Blue Haze' (Pewter) laufin eru fölblá, jaðrar rauðir, blóm síðsumars. Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2001 og 2002, báðar gróðursettar í beð 2003, þrífast oftast vel, en geta kali, ná sér þó aftur. ------------------- 'Bronze' er með koparlit lauf, jaðrar brúnir blóm síðsumars.