Tré, allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum, en örugglega töluvert lægra í ræktun hérlendis. Börkur er með þunn hreistur. Ársprotar eru ljós leðurgulir, dálítið greyptir og með langsprungum. Brum eru stór, ydd, kvoðug.
Lýsing
Barrnálar eru þéttstæðar, beinast fram og upp á við, með V- laga gróp ofan á greininni, skipt að neðan, 2,5- 4 sm langar, 2 mm breiðar, kröftugar, stinnar. Á ungum plöntum eru þær hvassyddar (einn oddur), glansandi græn á efra borði, á neðra borð eru þær með 2 daufgrænar loftaugarendur, hvor um sig er 6-8 raðir. Könglar eru sívalir, 12-15 sm langir, 4 sm breiðir, ungir könglar eru grænir, fullþroska brúnir. Köngulhreistur 3-5 sm breið, hálfmánalaga, hreisturblöðkur sjást ekki, eru mjög smáar.
Uppruni
NA-Kína, Kórea, Mansjúria, mjög sjaldgæf.
Harka
Z6a
Heimildir
1, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1985, gróðursett í beð 2004. Vex mjög hægt.