Abies fraseri

Ættkvísl
Abies
Nafn
fraseri
Íslenskt nafn
Glæsiþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Lítið sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Krónan grönn, keilu- til súlulaga.
Lýsing
Lítið tré, í mesta lagi 9-12 m hátt, verður stundum allt að 20 m í heimkynnum sínum. Krónan er mjókeilu- til súlulaga. Ungur börkur er sléttur og með kvoðubólur, verður að lokum hreistrugur. Ársprotar eru gráir til gulbrúnar þétt stutthærðir (Hár lengra en á hinum Abies-tegundunum, líka A. balsamea og heldur ekki bein heldur undin). Brum smá, keilu- til egglaga, mjög kvoðug. Barr er skipt ofan (á greininni), aðeins 12-22 mm langt (þ.e. mjög stutt!), 1 mm breitt, oddurinn er framjaðraður eða bogadreginn. Barrið er flatt, greypt að ofan og dökkgrænt oft með loftaugaraðir, að neðan er það með 2 breiðar kalkhvítar loftaugarendur, hver úr 8-12 röðum (hjá A. balsamea eru aðeins 4-8 raðir!). Könglar eru smáir, egglaga, aðeins 3-6 sm langir, 2,5-3 sm breiðir, purpuralitir. Köngulhreistrin eru eins og hjá A. balsamea. þó er hreisturblaðkan gullbrún og mjög framstæð og baksveigð!
Uppruni
Fjöll í SA Bandaríkjunum.
Harka
4.
Heimildir
1, 7, 9
Fjölgun
Sáning, forkæla í 15-30 daga, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, beð, jólatré.
Reynsla
Tegundinni var sáð 2001, ein planta úr sáningunni var gróðursett í beð 2007, lítil reynsla.
Útbreiðsla
Fallegur sem ungt tré, en skammlíft.