A. lowiana Murray, A. concolor v. lasiocarpa Beissn.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Blóm gulgræn
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 25-30 m
Vaxtarlag
Tré, þráðbeint, verður 25-30 m hátt og allt að 75 m í heimkynnum sínum. Krónan er opin, grönn, keilulaga, mjög regluleg. Barr ofan á greinunum greinilega í 2 settum, 6 sm × 2 mm. Könglar 5-9 × 2,5-3 sm, grænir á meðan þeir eru ungir.
Lýsing
Börkur á gömlum stofnum/bolum er mjög þykkur, sprunginn á ungum plöntum er hann með óreglulegt hreistur, (gamlar) greinar eru stinnar og reglulegar, kransstæðar. Ársprotar eru grágrænni, fínhærðir eða hárlausir. Brum eru yfirleitt í fremur reglulegum tveim röðum, upprétt, skipt í V-form. Efri raðir eru með styttri nálar en hinar, 45-60 mm langar, 2-2,5 mm breiðar, flatar, bogadregnar í endann, stundum líka dálítið framjaðraðar, með gróp nema á efsta 1/3 hlutanum, daufgræn með loftaugarákir. Að neðan eru þær með 2 bláhvítar loftaugarendur. Könglar eru eins og á aðaltegundinni, en ungir könglar eru grænir.
Uppruni
SV Bandaríkin.
Harka
Z4
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, fræ þarf kuldameðferð.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var 1999, kelur ekki eða ögn stöku ár, lofar góðu.