Abies concolor

Ættkvísl
Abies
Nafn
concolor
Ssp./var
v. lowiana
Höfundur undirteg.
(Gord.) Lemm.
Íslenskt nafn
Hvítþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
A. lowiana Murray, A. concolor v. lasiocarpa Beissn.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Blóm gulgræn
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 25-30 m
Vaxtarlag
Tré, þráðbeint, verður 25-30 m hátt og allt að 75 m í heimkynnum sínum. Krónan er opin, grönn, keilulaga, mjög regluleg. Barr ofan á greinunum greinilega í 2 settum, 6 sm × 2 mm. Könglar 5-9 × 2,5-3 sm, grænir á meðan þeir eru ungir.
Lýsing
Börkur á gömlum stofnum/bolum er mjög þykkur, sprunginn á ungum plöntum er hann með óreglulegt hreistur, (gamlar) greinar eru stinnar og reglulegar, kransstæðar. Ársprotar eru grágrænni, fínhærðir eða hárlausir. Brum eru yfirleitt í fremur reglulegum tveim röðum, upprétt, skipt í V-form. Efri raðir eru með styttri nálar en hinar, 45-60 mm langar, 2-2,5 mm breiðar, flatar, bogadregnar í endann, stundum líka dálítið framjaðraðar, með gróp nema á efsta 1/3 hlutanum, daufgræn með loftaugarákir. Að neðan eru þær með 2 bláhvítar loftaugarendur. Könglar eru eins og á aðaltegundinni, en ungir könglar eru grænir.
Uppruni
SV Bandaríkin.
Harka
Z4
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, fræ þarf kuldameðferð.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var 1999, kelur ekki eða ögn stöku ár, lofar góðu.