Abies concolor

Ættkvísl
Abies
Nafn
concolor
Íslenskt nafn
Hvítþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Lífsform
Tré, sígrænt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi / skjól
Blómalitur
♂ blóm gulgræn,♀ blóm gulgræn
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-20 m (-40 m)
Vaxtarlag
Þétt, mjókeilulaga króna, greinar standa lárétt út frá stofni, börkur lengi sléttur með áberandi kvoðubólum, seinna ljósgrár, langsprunginn.
Lýsing
Tré 25-40 m hátt í heimkynnum sínum, með greinar alveg niður að jörð. Greinar geislastæðar og láréttar, börkur ljósgrár, hrjúfur. Ársprotar grágrænir til ólífugrænar, því sem næst hárlausir, brum kúlulaga, kvoðug. Barrnálum er óreglulega raðað á greinarnar. Þær eru yfirleitt sigðlaga og uppsveigðar; í miðröðinni beinast þær upp og fram á við, eru bandlaga, 40-60 mm langar og 2-2,5 mm breiðar, yddar til bogadregnar, ± bláleitar bæði ofan og neðan. Í þverskurð eru þær dálítið kúptar til næstum flatar. Þær eru með 2 ljósar loftaugarendur að neðan. Könglar eru sívalir, mjórri til endanna, 7-12 sm langir. Ungir könglar eru grænleitir eða purpuralitir, verða seinna brúnir. Köngulhreistur eru blævængslaga, allt að 25 mm breið, hreisturblöð sjást ekki. Fræ öfugegglaga, vængur skakkur.
Uppruni
SV-Bandaríkin til N-Mexikó.
Harka
4
Heimildir
1,2,7,9
Fjölgun
Sáning, forkæla fræ í ca. 1 mánuð, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1987. Hún er falleg og þrífst vel, kelur ekkert og önnur planta sem sáð var 1990, kelur heldur ekkert.
Yrki og undirteg.
Abies concolor var. concolor er aðalgerð þessarar tegundar. Krónan er þéttari en á öðrum afbrigðum. Ársprotarnir eru gulir eða gulgrænir, brumin kúlulaga. Barr er kambskipt, oft sigðlaga. Könglar eru ljósgænir ungir eða þá purpura mjölvaðir.Abies concolor var. lowiana - Síerraþinur frá Origon og Sierra er grennri og hærri með mattgrænar, tvíhliðstæðar nálar.