Abies balsamea

Ættkvísl
Abies
Nafn
balsamea
Íslenskt nafn
Balsamþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi/skjól.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
6-10 m (-25 m)
Vaxtarlag
Keilulaga, uppmjó regluleg króna (symmetrísk), ljókkar gjarnan með aldrinum. Árssprotar í fyrstu gulgrænir, síðar gráir, þaktir stuttum dökkum hárum.
Lýsing
Meðalhátt tré, 15 25 m hátt í heimkynnum sínum. Stofn/bolur er grannur, króna mjókeilulaga. Börkurinn er öskugrár með fjölmörgum kvoðubólum, að lokum hreistraður. Ársprotar gulgráir, gishærðir. Brumin eru egglaga, smá, með glerkennda kvoðu. Barr (einkum á ungum trjám) er burstalaga á efri hlið greinanna, með greinilega V-laga skoru; beinist upp og fram á við, skipt á neðri hlið og grönnum ársprotum, 15-25 mm löng, bogadregin til ógreinilega tvíydd í oddinn, dökkgræn ofan með nokkrar stuttar loftaugarendur við endann. Á neðra borði eru 2 hvítar loftaugarendur, hvor úr 5-6 röðum. Ef barr er núið kemur sterk balsamlykt. Barr er styttra á greinum með köngla, stinnara, oddhvassara og meira uppsveigt. Könglar uppréttir, smáir, egglaga-sívalir, 5-9 sm langir, dökkfjólubláir ungir, en grábrúnar fullþroska, verða að lokum mjög kvoðugir. Köngulhreistur eru 15 mm breið, hreisturblöðin bogin til dálítið framstæð.
Uppruni
N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1,2,7,9
Fjölgun
Sáning, 15-30 daga meðferð í kulda og raka.
Notkun/nytjar
Nokkur saman, beð, stakstæð og ef til vill í stærri steinhæð.
Reynsla
Til eru 3 plöntur í LA, sáð 1987 og 1999, þrífast vel. Sumar plöntur kala ekkert, aðrar sum árin dálítið einkum meðan þær eru ungar.Telst meðalharðgerður-harðgerður. Grunnstæðar rætur, þolir illa mengun. Ekki notað mikið í skógrækt en til í görðum hérlendis t.d. í Hellisgerði. Best í góðu skjóli og hálfskugga. Ekki stormþolin tegund. Skýla þarf ungplöntum að vetri.
Yrki og undirteg.
Yrkin 'Argentea', 'Compacta' og 'Nana' ræktuð í garðinum en lítt reynd enn sem komið er.Abies balsamea (L.) Mill. v. phanerolepis Fern. líkist aðalteg. í vaxtarlagi en er frábrugðinn að því leyti að stoðblöð standa ögn út úr könglum og eru aftursveigð. Heimkynni: Appalachian fjöll N - Ameríku. z2 (ekki í ræktun í LA).
Útbreiðsla
Vex í fjöllum á mýrlendum stöðum. Glæsilegt tré meðan það er ungt, en ljókkar fljótt og er skammlíft.