Woodsia alpina

Ættkvísl
Woodsia
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallaliðfætla
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Acrostichum hyperboreum Lilj.; Ceterach alpinum (Bolton) DC.; Polypodium alpinum (Bolton) With.; Woodsia hyperborea (Lilj.) R. Br.; Woodsia ilvensis subsp. alpina (Gray) Asch.; Woodsia ilvensis subsp. hyperborea (Lilj.) Hartm.; Woodsia ilvensis var. hyperborea (Lilj.) Bab.;
Lífsform
Fjölær burkni - gróplanta
Kjörlendi
Vex í klettum og hraunum. Mjög sjaldgæf.
Hæð
0.03-0.10 m
Vaxtarlag
Smávaxin jurt með stuttum og rauðbrúnum blaðstilk, 3-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin fjaðurskipt, græn, þunn og gljáandi, fliparnir lítið eitt lengri en þeir eru breiðir, hærðir og hreisturlausir á neðra borði. Miðstrengir blaða ekki hreistraðir og hárlausir. 2n=156.Lík/líkar: Líkist liðfætlu, en er mun smærri og með styttri og minna skipt smáblöð, og auk þess lítt eða ekki hærð, að undanskildum gróhulunum sem eru hárkenndar í endann.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://delta-intkey.com/britfe/www/woodalp.htm
Útbreiðsla
Sjaldgæf, fundin hér og hvar á Vesturlandi og Suðurlandi frá Snæfellsnesi austur fyrir Hornafjörð, annars mjög sjaldséð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grænland, N Evrasía