Vex í kjarrlendi, vel grónum brekkum og á lyngheiðum.
Blómalitur
Fjólublár
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Dökkir ógreindir jarðstönglar ógreindir, hnúðóttir með blaðleifum og mörgum örum eftir blaðfæturnar. Ofanjarðarstöngullinn visnar alveg burt að hausti.
Lýsing
Blöðin þunn, hjartalaga og nær hárlaus. Blómin fjólublá með dekkri æðum. Blómgast í júní. 2n=40. LÍK/LÍKAR: Týsfjóla. Auðgreind frá týsfjólu á hlutfallslega breiðari, hjartalaga blöðum og bláleitari sporum sem eru mjórri í endann.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf en nokkuð útbreidd á fáum svæðum, sunnanverðum Reykjanesskaga, miðju Snæfellsnesi, utan til á Flateyjarskaga við Eyjafjörð og norðan Reyðarfjarðar á Austfjörðum. Mjög sjaldséð utan þessara svæða. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Evrópa, Marokkó, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka o.v.