Vicia sepium

Ættkvísl
Vicia
Nafn
sepium
Íslenskt nafn
Giljaflækja
Ætt
Fabaceae (Ertublómaætt)
Samheiti
Wiggersia sepium (L.) P. Gaertn., B. Mey. & Scherb.Vicia sepium var. eriocalyx Celak.Vicia sepium var. montana W. D. J. KochVicia sepium var. sepium
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Graslendi og kjarr. Einkum í Mýrdal. Mjög sjaldgæf annars staðar.
Blómalitur
Ljósfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.15-0.40 m
Vaxtarlag
Fjölær planta með granna, gárótta, stöngla, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru fjöðruð með 5-7 blaðpörum. Smáblöðin mjóegglaga, snubbótt í endann en þó broddydd, gis- og stutthærð. Endasmáblöðin eru ummynduð í vafþræði sem vefjast utan um greinar nágrannajurta. Blómin eru einsamhverf, í einhliða, leggstuttum, aðeins þriggja til fimm blóma klösum, svipuð að gerð og hjá umfeðmingi og álíka stór. Bikarinn gishærður, klukkulaga með 5 hvassyddum tönnum. Blómgast í júlí-ágúst.LÍK/LÍKAR: Líkist umfeðmingi. Einkenni giljaflæku eru þau að blöðin eru aðeins með 5-7 smáblaðpörum og axlablöðin eru stór. Blómin ljósari í blómfáum, legglausum eða stuttleggjuðum klösum. Auk þess eru smáblöðin snubbótt í endann með hárfínum broddi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða syðst á landinu, Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, annars staðar á nokkrum stöðum sem slæðingur.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa og víða ílend.