Vex í sendnum næringarríkum jarðvegi, grasbrekkum, blómlendi og á þurrum flæðiengjum. Er víða á láglendi en finnst ekki á hálendinu.
Blómalitur
Fjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.50 m
Vaxtarlag
Djúpstæðar rætur og jarðstönglar. Stönglar grannir, strendir, greinóttir með stuttum, aðlægum hárum, 10-50 sm á hæð.
Lýsing
Átta til tíu samstæður af mjóum, grágrænum smáblaðapörum án greinilegrar miðtaugar á efra borði. Smáblöðin langoddbaugótt, broddydd og hærð. Endasmáblöðin ummynduð í granna vafþræði sem festa plöntuna rækilega við strá og greinar næstu plantna. Blómin fjólublá, krónan um 15 mm löng, 20-40 blóm í hverjum klasa. Klasar stilklangir, einhliða. Bikarinn hærður, um 4 mm á lengd, með 5 oddmjóum sepum. Fræflar 10, þar af 9 samgrónir í pípu neðan til, en einn laus. Ein fræva. Belgurinn 2-3 mm breiður með 7-8 fræjum. Blómgast í júlí-ágúst.Lík/líkar: Giljaflækja. Umfeðmingurinn er mun algengari og þekkist á stilklengri, blómfleiri klösum ásamt fleiri og mjórri smáblöðum
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Plantan flækist saman við næstu plöntur og eru flest nöfn hennar af því dregin: Flækja, krókagras, samfléttingur og umfeðmingsgras. Munargras, sælugras og góðagras kunna að vera líkinganöfn eins og norska nafnið kjærlighets gras, sem er komið af því, hvernig plönturnar flækjast saman.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Víða um land á láglendi, algengastur á Suðvesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa og víða ílend í öðrum löndum.