Vex í votlendi með tjarnarbökkum og á uppþornuðum tjarnastæðum.
Blómalitur
Ljósfjólublár
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Skriðul, jarðlæg jurt, 10-20 (-40) sm á hæð. Stönglarnir eru jarðlægir og læpulegir, greinóttir neðan til og uppsveigðir í endann.
Lýsing
Laufin 10-20 mm á lengd, gagnstæð, lensulaga, hárlaus og ydd, heilrend eða gistennt og örlítill kirtilnabbi er við hverja tönn. Klasa- og blómleggir eru mjóir og oft hlykkjóttir.Blómin legglöng, í greindum, stakstæðum blómskipunum í öxlum efri laufblaða eða háblaða. Krónublöðin fjögur, 3-4 mm í þvermál, ljósfjólublá. Bikarblöðin græn, sporbaugótt eða oddbaugótt. Tveir fræflar og ein fræva með einum stíl, aldinin hjartalaga. Blómgast í júlí. 2n=18.LÍK/LÍKAR: Auðgreind frá öðrum deplum á skriðulum stönglum og mjóum blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um landið við tjarnir og leirur, algengust á Suðvesturlandi og miðju Norðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Indla, Balí, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Perú, N Ameríka.