Gilbrekkur, klettar, melar og mólendi, einkum móti sól.
Blómalitur
Fagurblár/hvít neðst m rauðu belti
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Jarðstönglar og neðstu hlutar stöngla dálítið trjákenndir. Stönglar blöðóttir með örstuttum hárum ofan til, 5-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin nokkuð þétt í sér, oddbaugótt eða langöfugegglaga, snubbótt, með örstuttum randhárum. Blómin stór, legglöng, fagurblá, útbreidd blóm um 10 mm í þvermál, blóm í blómfáum klasa á stöngulenda. Krónan sýnist í fljótu bragði lausblaða, en er samvaxin neðst, dettur af fullþroska blómum í heilu lagi. Krónublöðin fjögur, misstór, dökkblá, en hvít neðst við nöglina og með rauðu belti. Fræflar tveir með hvítum frjóknöppum. Ein fræva með einum stíl.Blómgast í júní.LÍK/LÍKAR: Fjalladepla. Steindeplan er með stærri og flatari krónu og þekkist einnig á rauða beltinu innst í blóminu ásamt minni og snoðnari blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng víðast hvar, virðist þó fátíðari sunnan- og vestanlands en fyrir norðan og austan. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Grænland, Mexíkó, Úkraína, N Ameríka.