Valeriana excelsa auct. Valeriana murmanica N.I.Orlova Valeriana pleijelii Kreyer Valeriana officinalis subsp. sambucifolia (J. C. Mikan ex Pohl) Hayw.
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Hvítur með rauðri slikju
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20-0.50 m
Vaxtarlag
Uppréttir stönglar með ofanjarðarrenglum, 20-50 sm á hæð.
Lýsing
Neðri blöðin fjaðurskipt með 2-5 smáblaðapörum, hliðarbleðlarnir töluvert minni en endableðillinn. Bleðlar gróftenntir, stutthærðir eða hárlausir á neðra borði. Krónblöin hvít með rauðri slikju, um 5 mm á lengd. Aldinin hárlaus, um 5 mm á lengd. 2n=56.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Vex allvíða á Suðurlandi frá sunnanverðum Reykjanesskaga, um Fljótshlíð og Eyjafjöll og hefur fundist á nokkrum stöðum í Skaftafellssýslum allt austur í Hornafjörð. Þar sem aðgreining garðabrúðu og hagabrúðu er oft óljós, er ekki alltaf ljóst um hvora tegundina er að ræða á hverjum stað.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Austurríki, Tékkland, Skandinavía, Pólland, Rússland, Stóra Bretland, N Ameríka.