Vex í mólendi og kjarri og hefur aðeins fundist á örfáum stöðum hérlendis, t.d. á Austfjörðum og Norðausturlandi.
Blómalitur
Hvítur - rauðmenguð
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Hálfrunni með jarðlægum eða uppsveigðum til uppréttum, sívölum greinum, 5-15 sm á hæð. Greinar þétthærðar en stutthærðar sem og blaðstilkar.
Lýsing
Blöðin sígræn, öfugegglaga eða oddbaugótt, snubbótt, þykk og leðurkennd, blaðjaðrar ofurlítið tenntir og áberandi niðurorpnir, dökkgræn á efra borði en ljósgræn á því neðra. Svartir kirtildeplar hér og þar.Blóm fjórdeild, hvít, oft rauðmenguð í stuttum, drúpandi klösum á endum fyrraárssprota. Bikarinn rauður, með 4 tönnum og þríhyrndum dálítið kirtilhærðum tannsepum. Frjóhnappar hornalausir. Berin rauð, safarík, fremur súr en vel æt. Blómgast í maí-júní. 2n=24.LÍK/LÍKAR: Sortulyng. Rauðberjalyngið auðþekkt á því að að jaðrar blaðanna eru ofurlítið tenntir og áberandi niðurorpnir.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæft, mest á Austurlandi frá Berufirði norður á suðurströnd Reyðarfjarðar. Utan þess svæðis aðeins á nokkru svæði í Núpasveit við Öxarfjörð og smáblettir í Þrastaskógi og við Rauðavatn.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, temp. Asía, Evrópa, Grænland, Kanada, Alaska