Vaccinium uliginosum

Ættkvísl
Vaccinium
Nafn
uliginosum
Íslenskt nafn
Bláberjalyng
Ætt
Ericaceae (Lyngætt)
Samheiti
Vaccinium occidentale GrayVaccinium uliginosum subsp. alpinum (Bigelow) HultenVaccinium uliginosum subsp. gaultherioides (Bigelow) S.B. YoungVaccinium uliginosum subsp. microphyllum LangeVaccinium uliginosum subsp. occidentale (Gray) HultenVaccinium uliginosum subsp. pedris (Harshberger) S.B. YoungVaccinium uliginosum subsp. pubescens (Wormsk. ex Hornem.) S.B. YoungVaccinium uliginosum var. alpinum BigelowVaccinium uliginosum var. occidentale (Gray) HaraVaccinium uliginosum var. salicinum (Cham.) Hulten
Lífsform
Dvergrunni, lauffellandi
Kjörlendi
Vex um land allt, einkum í lyngmóum, bollum og hlíðum en einnig í mýraþúfum.
Blómalitur
Hvítur (bleik eða rauðmenguð)
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.10-0.30 m
Vaxtarlag
Lauffellandi smárunni, 10-30 sm á hæð. Stönglar sívalir, móleitir til brúnir, jarðlægir með uppsveigðum, blöðóttum greinum.
Lýsing
Blöðin stakstæð, snubbótt eða örlítið odddregin, heilrennd, öfugegglaga, yfirleitt blágrá eða dökkgræn á efra borði en blá- eða hvítgræn á neðra borði, skinnkennd og með þéttu netstrengjóttu æðaneti, 10-18 mm á lengd og 6-12 mm á breidd. Blaðjaðrar lítið eitt niðurorpnir. Blómin hvít (stundum með rauðleitum blæ), fimmdeild. Blómin (sætukopparnir) nokkur saman efst á árssprotum fyrra árs. Krónan um 4 mm á breidd og 5 mm á lengd, með grunnum skerðingum, krukku- eða bjöllulaga, hvít (bleik eða rauð), oft nokkuð flekkótt. Bikarinn með ávölum, rauðleitum aðfelldum flipum fremur grunnur, grænn eða bláleitur. Fræflarnir 10, frjóhirslur með tveim þráðmjóum, uppsveigðum hornum. Ein fræva með einum stíl. Aldin fræmargt, safamikið ber. Berin eru dökkblá, döggvuð, með grænleitu aldinkjöti og litlausum safa, 9-12 mm í þvermál. Berin vel æt og borðuð ýmist fersk eða notuð í sultu, saft eða hlaup. Þau eru fremur bragðdauf en bragðgóð með þægilegum sætum keim. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Aðalbláberjalyng. Bláberjalyngið auðþekkt á sívölum, móbrúnum greinum, heilrendum, snubbóttum blöðum og grænleitu-bláhvítu aldinkjöti.
Heimildir
9
Notkun/nytjar
Ber, blöð og rót voru talin kælandi og barkandi. Þau notast móti lífsýki, köldu og skyrbjúgi og dufti af rótinni þótti gott að strá í holdfúa sár. Algengt er að búa til saft og mauk úr berjum og þykir hollt. Áður var lögur af berjum látinn súrna og hafður til að barka skinn ásamt álúni. Nýsoðin ber gefa lifrauðan lit en með blöðum má lita gult. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel