Vex í votlendi, oft í rökum sandi, leirflögum eða í mýrlendi. Algengur um land allt.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.10 - 0.25 m
Vaxtarlag
Uppréttir, grannir, fáblöðóttir stönglar, 1-1,5 mm í þvermál, 10-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin hálfsívöl eða striklaga, græn eða rauðmenguð, með sérkennilegu bragði. Blómin mjög lítil, stuttstilkuð, í 3-10 sm löngum, gisnum klasa á stöngulendum, sem síðan lengist við aldinþroska. Blómhlífin einföld, græn í tveimur þríblaða krönsum. Blómhlífarblöðin fjólubláleit með grænleitum miðstreng, snubbótt. Fræflar sex, nær stilklausir. Ein fræva með hárkenndum frænum í toppinn. Aldin þrídeild klofaldin, aflöng og niðurmjó, 8-9 mm á lengd og 1,5 mm á breidd, aldinleggir aðlægir. Blómgast í júní.LÍK/LÍKAR: Strandsauðlaukur. Mýrasauðlaukur er mun fíngerðari jurt, aldinin aflengri og aldinleggirnir aðlægir.